
Vordís er létt og sumarleg peysa úr Fluff frá Hip Knit. Fluff er hin fullkomna blanda af mohair og merino ull sem gerir það svo ótrúlega mjúkt og þægilegt.
Uppskriftin er á íslensku og er rafræn. Þegar þú hefur borgað færð þú uppskriftina senda samstundis í tölvupósti.
Bolur og ermar eru prjónuð í hring. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring.
Stærðir og mál:
S (M) L (XL)
Yfirvídd: 96 (106) 115 (124) cm
Lengd á bol að handvegi: 30 (31) 32 (34) cm
Ermalengd að handvegi: 42 (44) 45 (45) cm
Efni:
HipKnit Fluff, 50 gr dokkur
Fairy tale pink: 4 (4) 5 (5) dokkur
Baby blues: 1 dokka í öllum stærðum
Latte lover: 1 dokka í öllum stærðum
Sokkaprjónar nr 8
Hringprjónar nr 8 (80 cm)
Hringprjónar nr 9 (40- og 80 cm)
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 9,5 L og 12 umf slétt prjón á prjóna nr 9.