Rúna er létt og fínleg peysa. Hún er prjónuð úr Einbandi og Mohair frá Hip Knit. Sérlega skemmtileg blanda sem er hlý m leið og hún er sparileg, mjúk og létt.
Uppskriftin er á íslensku og er rafræn. Þegar þú hefur borgað færð þú uppskriftina senda samstundis í tölvupósti.
Bolur og ermar eru prjónuð í hring. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring.
Stærðir og mál:
S (M) L (XL)
Yfirvídd: 91 (100) 110 (120) cm
Lengd á bol að handvegi: 32 (34) 36 (38) cm
Ermalengd að handvegi: 44 (45) 46 (46) cm
Efni:
Einband, 50 gr dokkur
Dökkmóleitur - 9076: 3 (3) 4 (4) dokkur
Hip Mohair, 25 gr dokkur
Teddy bear: 2 dokkur í öllum stærðum
Raspberry Pink: 1 (1) 2 (2) dokkur
Holiday Sky: 1 (1) 2 (2) dokkur
Sokkaprjónar nr 4,5
Hringprjónar nr 5,5 (40- og 80 cm)
Hringprjónar nr 4,5 (80 cm)
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 15 L og 21 umf slétt prjón á prjóna nr 5,5.