Opin peysa fyrir þau yngstu. Móa er uppskrift fyrir Fjallalopa sem býður upp á ýmsa möguleika. Settu saman þína uppáhalds fjallalopaliti og skapaðu þína eigin Móu.
Uppskriftin er á íslensku og er rafræn. Þegar þú hefur borgað færð þú uppskriftina senda samstundis í tölvupósti.
Peysan er prjónuð fram og til baka með perluprjóni og sléttprjón. Laska úrtökur eru á axlastykki. Ermar saumaðar saman og lykkjað saman undir höndum
Efni - Fjallalopi 50 gr dokkur | 0-6 mán | 6-12 mán | 1-2 ára |
0001 ljósmórauður |
1 | 2 | 2 |
3071 þokubleikur | 1 |
1 |
1 |
Hringprjónn 60 cm nr 3 og 3.5
Tölur 4, 4, 5 stk
Stærðir | 0-6 mán | 6-12 mán | 1-2 ára | |
Yfirvídd: | 50 | 60 | 70 | cm |
Lengd á bol að handvegi: | 14 | 16 | 19 | cm |
Ermalengd að handvegi: | 13 | 15 | 18 | cm |